Lýðræði í Heiðarborg

Lýðræði í Heiðarborg

Börnin tóku þátt í lýðræðislegri kosningu og fengu að kynnast því ferli sem er í kringum slíkar kosningar. Spurningin var hvort börnin vildu fá fiskabúr í leikskólann. Öllum gæludýrum fylgir ábyrgð, það þarf að tryggja að dýrunum líði vel, að um þá sé hugsað og þeim sýnd virðing og tillitsemi.

Börn úr Regnbogahóp aðstoðuðu við kosninguna, þau merktu við kjósendur á kjörskrá. Öll börn á eldri deildum höfðu atkvæðisrétt, fengu kosningaseðil og gengu til kosninga. Eftir að hafa sett X á viðeigandi stað settu þau atkvæði sitt í kjörkassann.

Börnin úr Regnbogahóp tóku svo þátt í að telja atkvæðin. Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:

Kjörsókn var 89%

Já: 32 atkvæði eða 78%

Nei: 5 atkvæði eða 12%

Auð og ógild: 4 atkvæði eða 10%

Af því leiðir að keypt verður fiskabúr😃

 051 036
 031  026
 029  055
056 063

Lesa >>


Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, sem er 16.september ár hvert, komu hressir krakkar úr 5.bekk í Selásskóla í heimsókn hingað í Heiðarborg. Krakkarnir komu og lásu fyrir börnin og léku svo við þau og áttu allir góða stund saman. Sum börnin voru svo heppin að fá eldri systkini til að lesa fyrir sig.

045 054
058 063

Lesa >>


Slökkviliðið í heimsókn

Slökkviliðið í heimsókn

Slökkviliðið kom og heimsótti krakkana í Regnbogahóp í dag. Þeir Hörður og Freysteinn fræddu börnin um eldvarnir og hvöttu þau til að verða aðstoðarmenn slökkviliðsins. Kanna hvort ekki væru til staðar reykskynjarar og slökkvitæki, bæði í leikskólanum og heima.

Lesa >>


Bleikur dagur

Bleikur dagur

Bleikur dagur föstudaginn 14.október. Allir voru duglegir að mæta í bleiku og krakkarnir á Bala sáu um söngstundina.

Lesa >>


Sláturgerð

Sláturgerð

Regnbogahópur bjó til slátur nú á haustdögum og fræddist um leið um þessa rótgrónu íslensku hefð. Krakkarnir fengu að skera mör og hræra saman blóði, haframjöli og rúgmjöli og svo auðvitað að setja í keppina.

Lesa >>

Skoða fréttasafn


Foreldravefur 180x85