• Sull 089Börnin nutu sín vel í garðinum í dag. Veðrið var gott og tilvalið til sullleikja og drullumalls. Börn elska að sulla í vatni, leikur með sand og vatn er þar að auki einstaklega þroskandi. Sullið býður upp á fjölbreytt tækifæri til náms og þroska.

  Þegar börn leika með vatn og sand eru þau að örva snertiskynið, þau þroska bæði fín- og grófhreyfingar, vatnsleikir veita bæði góða útrás og eru róandi. Í gegnum vatnsleiki þróa börnin samskiptahæfni sína og örva félagsþroska. Þau læra að tjá sig, leysa vanda, skiptast á og að taka tillit til annarra. Í gegnum vatnsleiki eru þau að gera uppgötvanir, framkvæma tilraunir og læra rúm- og stærðfræðileg hugtök.

  Við viljum minna foreldra og forráðamenn á mikilvægi þess að börnin séu alltaf með pollagalla og stígvél með sér. Þó svo að það sé ekki endilega von á rigningu er samt gaman að fá að sulla. Eins er mikilvægt að gæta þess að öll börn séu alltaf með aukaföt. Jafnvel þau sem eru best búin geta samt blottnað í leik og starfi
  Smile

   

  Sull 098Sull 098


  Sull 094Sull 090

 • Regnbogahópur bjó til auglýsingu sem þau ætla að hengja upp í Árbæjarlaug og Árbæjarþreki.  Þetta er vinna í framhaldi af umhverfisverndarfundi þar sem þau ræddu um að plast í sjónum getur valdið því að dýr festist í plasti eða gleypa það.

  IMG 6466IMG 6464IMG 6461

 • IMG 6156IMG 6159Dansinn byrjaði í dag hjá þremur elstu árgöngum

 • laut desember 2015 039laut desember 2015 046Ásrún og börnin gerðu fuglamat úr afgangi af steikingarfeiti. Börnin fá svo að taka með sér heim og gefa fuglunum í jólamatinn.

Skoða fréttasafn


Foreldravefur