Slökkviliðið í heimsókn

Slökkviliðið í heimsókn

Slökkviliðið kom og heimsótti krakkana í Regnbogahóp í dag. Þeir Hörður og Freysteinn fræddu börnin um eldvarnir og hvöttu þau til að verða aðstoðarmenn slökkviliðsins. Kanna hvort ekki væru til staðar reykskynjarar og slökkvitæki, bæði í leikskólanum og heima.

Lesa >>


Bleikur dagur

Bleikur dagur

Bleikur dagur föstudaginn 14.október. Allir voru duglegir að mæta í bleiku og krakkarnir á Bala sáu um söngstundina.

Lesa >>


Sláturgerð

Sláturgerð

Regnbogahópur bjó til slátur nú á haustdögum og fræddist um leið um þessa rótgrónu íslensku hefð. Krakkarnir fengu að skera mör og hræra saman blóði, haframjöli og rúgmjöli og svo auðvitað að setja í keppina.

Lesa >>


Sull í garðinum

Sull í garðinum

Börnin nutu sín vel í garðinum í dag. Veðrið var gott og tilvalið til sullleikja og drullumalls. Börn elska að sulla í vatni, leikur með sand og vatn er þar að auki einstaklega þroskandi. Sullið býður upp á fjölbreytt tækifæri til náms og þroska.

Lesa >>


Flokkum plast

Flokkum plast

Regnbogahópur bjó til auglýsingu sem þau ætla að hengja upp í Árbæjarlaug og Árbæjarþreki.  Þetta er vinna í framhaldi af umhverfisverndarfundi þar sem þau ræddu um að plast í sjónum getur valdið því að dýr festist í plasti eða gleypa það.

Lesa >>

Skoða fréttasafn


Foreldravefur