Öskudagur

Mikið fjör var á öskudaginn. Börn og kennarar fengu andlitsmálningu. Kötturinn var sleginn úr tunnunni (að þessu sinni var það reyndar rotta sem leyndist í henni:) Allir dönsuðu á öskudagsballi og fengu svo snakk að ballinu loknu. 

Í hádegismat voru svo pylsur.

170 170
170 170

Lesa >>


Tannverndarvika

Nú er tannverndar vika í Heiðarborg og í tilefni þess kom hundurinn hennar Lísu, hann Ljúfur, í heimsókn. Það þurfa nefnilega allir að tannbursta sig, líka hundar. Lísa burstaði tennurnar í Ljúf og ræddi við börnin um hve mikilvægt það er að hugsa vel um tennurnar.

Tannburstun1 Tannburstun2
   

Lesa >>


Starfsdagur

Þann 3.febrúar 2017 verður 1/2 starfsdagur hérna í Heiðarborg. Leikskólinn lokar kl.12 þann dag og starfsfólk leikskólans mun sækja ráðstefnu á vegum Reykjavíkurborgar.

Börnin verða búin að borða hádegismat áður en lokað er.

Friday 3.febuary the pre-school closes at 12. The staff will attend a conference held by Reykjavík city.

The children will have eaten before we close.

Lesa >>


Ljós og skuggi

Undanfarið höfum við verið að vinna með þemað Ljós og skuggi. Börnin í Regnbogahóp höfðu með sér vasaljós í útinám í morgun. Maður uppgötvar nýja hluti í myrkrinu þegar hægt er að upplýsa þá með vasaljósi. Ljósið bíður upp á tækifæri til að búa til skugga og maður uppgötvar líka skugga sem maður hefur kannski aldrei tekið eftir áður.

 IMG 8219  IMG 8229

IMG 8233
 IMG 8221

Lesa >>


Lýðræði í Heiðarborg

Lýðræði í Heiðarborg

Börnin tóku þátt í lýðræðislegri kosningu og fengu að kynnast því ferli sem er í kringum slíkar kosningar. Spurningin var hvort börnin vildu fá fiskabúr í leikskólann. Öllum gæludýrum fylgir ábyrgð, það þarf að tryggja að dýrunum líði vel, að um þá sé hugsað og þeim sýnd virðing og tillitsemi.

Börn úr Regnbogahóp aðstoðuðu við kosninguna, þau merktu við kjósendur á kjörskrá. Öll börn á eldri deildum höfðu atkvæðisrétt, fengu kosningaseðil og gengu til kosninga. Eftir að hafa sett X á viðeigandi stað settu þau atkvæði sitt í kjörkassann.

Börnin úr Regnbogahóp tóku svo þátt í að telja atkvæðin. Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:

Kjörsókn var 89%

Já: 32 atkvæði eða 78%

Nei: 5 atkvæði eða 12%

Auð og ógild: 4 atkvæði eða 10%

Af því leiðir að keypt verður fiskabúr?

 051 036
 031  026
 029  055
056 063

Lesa >>

Skoða fréttasafn


Foreldravefur 180x85