Fjölmenning

AfganistanUndanfarið höfum við verið að skoða þann mikla fjölbreytileika sem finna má á landinu okkar og kynnast siðum og venjum í öðrum löndum. Börnin á Lundi hafa t.d. fengið að smakka ýmis framandi ávexti, krydd og önnur matvæli, klætt sig upp í öðruvísi fatnað en við eigum að venjast. Á myndinni....

Lesa >>


Öskudagur 2022

öskudagur 01Það var gaman hjá okkur á öskudaginn. Allir, sem vildu, mættu í búining og þvílík flóra. Það voru ballerínur, kúrekar, prinsessur og risaeðla, Batman, sjóræningjar, api og margt, margt fleira. Allir dilluðu sér við dynjandi danstónlist á grímuballinu okkar og að lokum var "kötturinn sleginn úr tunnunni" en tunnan var kassi fullur af heilsusamlegu nammi.
Skemmtilegur dagur 😀

Lesa >>


Nýtt símanúmer

símiHeiðarborg er komin með nýtt símanúmer 411-6570

Einnig er hægt að hringja beint inn á deildirnar í síma:
411-6574 BALI
411-6575 BREKKA
411-6576 LAUT
411-6577 LUNDUR

Lesa >>


Græn skref

Leikskólinn Heiðarborg skref3bÁrið 2012 stigum við í Heiðarborg fyrsta skrefið af fjórum grænum skrefum Reykjavíkurborgar og skref tvö var síðan tekið ári seinna. Hvert skref færir okkur lengra inn í það að huga enn betur að umhverfinu okkar. Eitthvað stóð þriðja skrefið í okkur....

Lesa >>


Bangsa- og náttfatadagur

náttfatadagurBangsadagurinn er haldinn hátíðlegur 27.október ár hvert og á því var engin undantekning þetta árið.
Enginn hafði fyrir því að klæða sig þennan morguninn en mættu á náttfötunum í leikskólann. 
Klukkan rúmlega níu fengu börnin að sjá leikritið um Gullbrá og birnina þrjá en þar fór eitt barnið á kostum er það þreytti frumraun sína í leiklistinni - aðrir leikendur voru starfsmenn skólans.
Bangsinn Blær var aðalmaðurinn - uhhh, -bangsinn - og fékk hann að taka þátt í bangsadansinum sem og öllum almennum leik.

Lesa >>

Skoða fréttasafn


Foreldravefur 180x85