Baldur bauð okkur í heimsókn

 Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í heimsókn okkar heim til hans Baldurs Más að hitta hundinn Dreka.

20170612 10273720170612 10165220170612 10134620170612 101529

Lesa >>


Öskudagur

Mikið fjör var á öskudaginn. Börn og kennarar fengu andlitsmálningu. Kötturinn var sleginn úr tunnunni (að þessu sinni var það reyndar rotta sem leyndist í henni:) Allir dönsuðu á öskudagsballi og fengu svo snakk að ballinu loknu. 

Í hádegismat voru svo pylsur.

170 170
170 170

Lesa >>


Tannverndarvika

Nú er tannverndar vika í Heiðarborg og í tilefni þess kom hundurinn hennar Lísu, hann Ljúfur, í heimsókn. Það þurfa nefnilega allir að tannbursta sig, líka hundar. Lísa burstaði tennurnar í Ljúf og ræddi við börnin um hve mikilvægt það er að hugsa vel um tennurnar.

Tannburstun1 Tannburstun2
   

Lesa >>


Starfsdagur

Þann 3.febrúar 2017 verður 1/2 starfsdagur hérna í Heiðarborg. Leikskólinn lokar kl.12 þann dag og starfsfólk leikskólans mun sækja ráðstefnu á vegum Reykjavíkurborgar.

Börnin verða búin að borða hádegismat áður en lokað er.

Friday 3.febuary the pre-school closes at 12. The staff will attend a conference held by Reykjavík city.

The children will have eaten before we close.

Lesa >>


Ljós og skuggi

Undanfarið höfum við verið að vinna með þemað Ljós og skuggi. Börnin í Regnbogahóp höfðu með sér vasaljós í útinám í morgun. Maður uppgötvar nýja hluti í myrkrinu þegar hægt er að upplýsa þá með vasaljósi. Ljósið bíður upp á tækifæri til að búa til skugga og maður uppgötvar líka skugga sem maður hefur kannski aldrei tekið eftir áður.

 IMG 8219  IMG 8229

IMG 8233
 IMG 8221

Lesa >>

Skoða fréttasafn


Foreldravefur 180x85