sláturgerð

Börnin hafa verið að velta fyrir sér hvaðan maturinn okkar komi. Við vitum að kýrnar gefa okkur mjólkina og hænurnar eggin en hvaðan kemur t.d. slátrið? Er það af einhverju dýri? Þessu fengu elstu börnin svör við í vikunni er þau tóku þátt í sláturgerð. Skoðuð voru(og handleikin) hjörtu, nýru og lifur, allt hakkað, hrært og troðið í "poka"(gervivambir). Seinna munum við síðan gæða okkur á herlegheitunum sem við bjuggum til sjálf. Myndir af viðburðinum má finna á myndasíðunni.

Lesa >>


geðheilbrigðisdagurinn

Þriðjudaginn 10.október buðum við foreldrum að koma og dansa með okkur í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins. Þetta var viðburður sem leikskólarnir í Árbæ og Grafarholti skipulögðu saman.
Hver og einn leikskóli dansaði á sinni leikskólalóð milli 15.30 og 16.00 í takt við tónlist, sem undirbúningnefndin tíndi til, svo allir voru að dansa á sama tíma í takt við sömu tónlistina. Skemmtilegur viðburður sem tókst ljómandi vel.

Lesa >>


heimsókn í Sorpu

Mánudaginn 11.september fóru elstu börnin í leikskólanum(Regnbogahópur) með rútu í heimsókn í Sorpu þar sem  hún Unnur tók á móti okkur. Við fengum heilmikla fræðslu um mikilvægi þess að flokka, af hverju við þurfum að flokka og hvernig það er gert. Unnur sýndi okkur líka myndbönd um Trjálfana sem eru að læra það sama og við(myndböndin má finna á sorpa.is). Að lokum keyrðum við í gegnum móttöku- og flokkunarstöðina í Gufunesi þar sem Herkúles, stóra mulningsvélin er. Skemmtileg og fræðandi ferð. 

Lesa >>Baldur bauð okkur í heimsókn

 Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í heimsókn okkar heim til hans Baldurs Más að hitta hundinn Dreka.

20170612 10273720170612 10165220170612 10134620170612 101529

Lesa >>

Skoða fréttasafn


Foreldravefur 180x85