Foreldrafélag

Í Heiðarborg er starfrækt foreldrafélag og eru allir foreldrar sem eiga börn í leikskólanum félagar í því. Í stjórn foreldrafélagsins sitja 4-5 foreldrar og æskilegast en þau ekki nauðsynlegt að þar sé fulltrúi frá öllum deildum.

Foreldrafélagið stuðlar að velferð barnanna, eflir hag þeirra og sér um að skipuleggja uppákomur til að efla samskipti milli foreldra og starfsfólks sem og börnunum til skemmtunar. Mánaðargjald í foreldrafélaginu er 500 kr. og er það innheimt með gíróseðli tvisvar sinnum á ári. Meðal þess sem foreldrafélagið greiðir fyrir eru leikrit sem fengin eru inn í leikskólann, hluti af sveitaferð, ýmislegt leyndó í tengslum við jólaballið, þátttaka í kostnaði vegna útskriftarferðar skólahóps og fleira. 

Netfang foreldrafélagsins er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn foreldrafélagsins veturinn 2021-2022 

Súsan Ósk Sch. Thorsteinsson - ritari(móðir Ólivers á Lundi)

Bjarni Þór Árnason - gjaldkeri (faðir Baldurs Ara á Lundi)

 

                                                                                                                                     


Foreldravefur 180x85