Leikskólinn Heiðarborg

Leikskólinn Heiðarborg er fjögurra deilda leikskóli í Seláshverfi, útjaðri Reykjavíkur og í honum dvelja 80 börn á aldrinum 18 mánaða - 6 ára. Leikskólinn er opinn virka daga kl. 7:30 - 17:00. Í leikskólastarfinu eru lagðar til grundvallar kenningar Howards Gardners um fjölgreindir ásamt kenningum John Deweys. Leikskólinn er skóli á grænni grein og er því lögð mikil áhersla á umhverfismennt.  Mikið tónlistarlíf er í leikskólanum og hreyfingu er gert hátt undir höfði.  Einnig er lögð áhersla á að skapa börnunum öruggt umhverfi, efla þroska þeirra, rækta tjáningar- og sköpunarmátt og styrkja sjálfsmynd þeirra svo þau öðlist öryggi og getu til að leysa mál sín á friðsamlegan hátt.

Leikskólinn var opnaður sem þriggja deilda leikskóli 1990 en stækkaður í fjórar deildir 1996. Á deildunum Bala og Laut eru 3 - 6 ára börn og á Brekku og Lundi eru 18 mánaða - 3 ára börn. Leikskólinn er staðsettur nálægt Rauðavatni, Elliðaárdalnum og hesthúsunum í Víðidal og njótum við samvista við þessar náttúruperlur í gönguferðum og útinámi.
Leikskólastjóri er Arndís Árnadóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Jóhanna Benný Hannesdóttir.


Foreldravefur 180x85