1. júní er hátíðardagur hjá okkur því þá á bæði leikskólinn og bangsavinurinn okkar hann Blær afmæli. Í tilefni dagsins söfnuðust allir saman í salnum og sungu afmælissönginn. Litur dagsins....
...er fjólublár, eins og gefur að skilja, og skreyttum við leikskólann með fjólubláum blöðrum. Íslenski fáninn var settur upp og í nónhressingunni fengum við litla, litríka kleinuhringi í tilefni dagsins.
Til hamingju með afmælið, Blær
Til hamingju með afmælið, Heiðarborg.