Hagnýtar upplýsingar

Fatnaður

Í fataklefa erum við með box undir aukafatnað. Á boxunum er miði sem segir til um hvað á að vera í því. Ef eitthvað er tekið úr því er merkt við á miða sem er framan á boxinu og foreldrar koma með það sem vantar og fylla á. Töskur eiga ekki að hanga í fataklefanum, boxin koma í þeirra stað.

Það þarf að tæma hólfin á föstudögum vegna þrifa. Vinsamlegast munið eftir að athuga í þurrkskápinn að fötum.

Í leikskólanum förum við út daglega og því þarf að hafa útifatnað samkvæmt veðurútliti.

Það er mikilvægt að merkja vel fatnað og skó/stígvél barnanna.

Lesa >>

Fjarvistir

Foreldrar eru beðnir um að tilkynna allar fjarvistir barnsins, t.d. vegna veikinda eða fría.

Lesa >>

Lyfjagjöf á leikskólatíma

Starfsfólki leikskóla er óheimilt að gefa börnum lyf nema um sé að ræða lyf vegna astma eða ofnæmis.

Flest lyf sem börn taka er hægt að gefa kvölds og morgna. Vinsamlegast ráðfærið ykkur við lækni um hagræðingu á lyfjagjöf með tilliti til þess.

Lesa >>

Opnunartími leikskólans

Leikskólinn er opinn frá kl.7:30 - 17:00. Milli kl.7:30 og 8:00 er tekið á móti börnum sem eiga dvalartíma frá kl. 7:30 á Laut.

Lesa >>

Símanúmer og netföng

Mjög mikilvægt er að foreldrar láti vita ef breyting verður á símanúmerum, hvort sem það er heima-, vinnu- og/eða farsímanúmer þannig að öruggt sé að alltaf sé hægt að ná í foreldra. Einnig er gott að vita ef netföngin breytast.

Lesa >>

Skipulagsdagar

Leikskólinn lokar 6 daga á ári vegna skipulagsdaga starfsfólks.

Lesa >>

Slys á börnum

Ef börnin verða fyrir slysi í leikskólanum er haft samband við foreldra og metið í samráði við þá hvort þörf er á að leita læknis. Ef um alvarleg tilfelli er að ræða fer starfsfólk leikskólans með barnið á næstu heilsugæslustöð eða slysadeild.

Það er afar áríðandi að greinagóðar upplýsingar liggi fyrir í leikskólanum um hvar hægt er að ná í foreldra símleiðis, einnig um vinnustað þeirra.

 Ef foreldri fer með barn til læknis vegna slyss sem það verður fyrir í leikskólanum þá er reglan sú að foreldrið greiðir fyrir þjónustuna og tekur reikning. Síðan er komið með reikninginn til leikskólastjóra ásamt upplýsingum um eigin reikning og banka. Leikskólastjóri sér um að koma reikningnum til borgarbókhalds sem leggur inn á bankareikning viðkomandi.
 
Leikskólar Reykjavíkur greiðir fyrstu læknisskoðun.

Lesa >>

Sumarfrí

Foreldrum leikskólabarna ber að taka sumarfrí í 4 vikur fyrir börn sín og eru leikskólagjöld því greidd í 11 mánuði á ári. Júlímánuður er gjaldfrjáls og skiptir þá engu máli hvort frí sé tekið í júní eða ágúst.

Um börn sem flytjast frá dagforeldri/einkareknum leikskóla yfir til leikskóla eftir 1. maí gilda sömu reglur - þeim ber að taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí. Börn sem byrja í leikskóla eftir 1. maí og hafa ekki verið í vistun annars staðar hafa val um hvort þau taki sumarfrí. Börn sem byrja fyrir 1. maí taka 4 vikur í sumarfrí.

Lesa >>

Veikindi barna

Mikilvægt er að börnin séu frísk í leikskólanum svo þau njóti dagsins. Útivera er stór hluti starfsins og mikilvægt að börnin njóti hennar líka. Samkvæmt læknisráði á barn að vera hitalaust heima í einn til tvo daga áður en það mætir í skólann eftir veikindi. Ekki er í boði að vera inni eftir veikindi nema í undantekningar tilfellum og staðfest af lækni með vottorði, það má hins vegar semja um að fara síðastur út og fyrstur inn.

Lesa >>

Vistunartími barna

Dvalarsamningur segir til um dvalartíma og ber að virða hann. Ef einhverjar breytingar eru á dvalarsamningnum þarf að sækja um það skriflega til leikskólastjóra með mánaðarfyrirvara og miðast við mánaðarmót.

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á dvalartíma er einn mánuður og miðast við mánaðarmót. 

Leikskólagjöld eru greidd með  kreditkorti eða í gegnum greiðsluþjónustu. Vinsamlegast  hafið samband við leikskólastjóra ef gjöldin eru röng. Leikskólagjöld umfram átta klukkustundir hækkuðu 1.ágúst.

Lesa >>


Foreldravefur 180x85